Vegna veðurofsans er dreifingu á Morgunblaðinu og 24-stunda á höfuðborgarsvæðinu í dag ekki lokið. Hluti blaðbera náðu að ljúka blaðburðinum áður en veðurofsinn skall á. Þar sem afar slæmu veðri er spáð áfram er óvíst hvenær blaðburði lýkur. Allt flug liggur niðri og þar af leiðandi hefur dreifing blaða víða á landsbyggðinni ekki hafist. Hægt er að nálgast pdf útgáfu Morgunblaðsins og 24-stunda á forsíðu mbl.is.