Hrafn Jökulsson rithöfundur vill að reist verði þriðja kirkjan í Árneshreppi með sína 50 íbúa og hefur borið það erindi upp við biskup Íslands.
Hann segir allar líkur á að Finnbogi rammi hafi búið, þar sem nú stendur Bær í Trékyllisvík, en þar er forn og friðaður grafreitur, og reist kirkju við kristnitökuna árið 1000. „Nú viljum við reisa kirkju í þeim stíl sem var á fyrstu kirkjum í landinu,“ segir hann í samtali sem birtist í dag. „Og þegar búið verður að reisa Finnbogakirkju á nýjan leik muntu geta komið í Trékyllisvík og fengið nokkurn veginn samfellda kirkjusögu íslenskrar alþýðu við ysta haf í þúsund ár.“