Í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur um að 16 ára gam­all pilt­ur, sem í vor og sum­ar var dæmd­ur tví­veg­is til fang­elsis­vist­ar sæti gæslu­v­arðhaldi þar til dóm­ur fell­ur í mál­um hans í Hæsta­rétti.

Pilt­ur­inn var í júlí dæmd­ur í 20 mánaða fang­elsi fyr­ir fjöl­mörg hegn­ing­ar­laga­brot, þar á meðal rán. Í ág­úst var pilt­ur­inn dæmd­ur í 2½ árs fang­elsi fyr­ir stór­hættu­lega lík­ams­árás en hann barði leigu­bíl­stjóra í tví­veg­is í höfuðið með hamri.

Pilt­ur­inn hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá 27. apríl í vor. Féllust dóm­stól­ar á þau rök rík­is­sak­sókn­ara, að dreng­ur­inn væri, þrátt fyr­ir ung­an ald­ur, sí­brotamaður og yrði að telja yf­ir­gnæf­andi lík­ur á því að hann muni halda áfram brot­um verði hann lát­inn laus úr gæslu áður en end­an­leg­ur dóm­ur geng­ur í mál­um hans. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert