Ellefu sæmdir heiðursmerkjum fálkaorðunnar

Heiðursmerkahafarnir á Bessastöðum í dag
Heiðursmerkahafarnir á Bessastöðum í dag mbl.is/Kristinn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sæmdi ellefu Íslendinga heiðursmerkjum hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.

Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri hlaut stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu en aðrir hlutu riddarakross. Þeir eru:

Bjarni Ásgeir Friðriksson íþróttamaður og ólympíuverðlaunahafi fyrir íþróttaafrek og framlag til íþróttafræðslu.

Björgvin Magnússon fyrrv. skólastjóri fyrir störf í þágu skátahreyfingar og æskulýðs.

Erlingur Gíslason leikari fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og menningar.

Inga Lára Baldvinsdóttir sagnfræðingur fyrir framlag til íslenskrar ljósmyndasögu og varðveislu menningararfleifðar.

Ingibjörg Þorbergs tónskáld fyrir framlag til íslenskrar tónlistar.

Margrét Eybjörg Margeirsdóttir félagsráðgjafi fyrir störf að félags- og velferðarmálum.

Ólafur Elíasson myndlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar.

Sigrún Eldjárn rithöfundur og myndlistarmaður fyrir framlag til íslenskrar barnamenningar. 

Þórir Stephensen fyrrv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, fyrir störf í þágu kirkju, sögu og samfélags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert