Ráðist á blog.is

Vefþjónn mbl.is hef­ur verið und­ir miklu álagi í dag vegna árása svo­nefndra spam­botta, en það er hug­búnaður sem keyrður er yfir netið til að koma aug­lýs­ing­um inn á vef­set­ur í óþökk rekstr­araðila þeirra. Árás­irn­ar hafa beinst að gesta­bókasíðum not­enda á blog.is.

Að sögn kerf­is­stjóra mbl.is hafa áþekk­ar árás­ir verið gerðar á mbl.is nokkr­um sinn­um á und­an­förn­um árum, þó sú sem nú stend­ur yfir sé óvenju svæs­in. Þannig hafa borist tug­ir þúsunda færslu­beiðna í gesta­bæk­ur á blog.is í dag, en lokað hef­ur verið fyr­ir gesta­bóka­færsl­ur um stund­ar­sak­ir. Árás­in hófst í morg­un og stend­ur enn þó held­ur hafi dregið úr henni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka