Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við handtöku tveggja einstaklinga í gærkvöldi eftir að annar þeirra hafði ógnað dyraverði með eggvopni, en sérsveitin er ávallt kölluð út til aðstoðar þegar vitað er um vopnaburð.
Tildrög málsins voru, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni, þau að karlmanni á þrítugsaldri var vísað út af tónleikum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi sökum þess að hann var í annarlegu ástandi og lét illa. Þessu brást maðurinn ókvæða við, dró upp hníf og lagði til dyravarðar að störfum, sem slapp án meiðsla.
Alls tóku fjórir lögreglubílar þátt í eftirförinni á bílnum. Maðurinn og stúlkan voru loks handtekin í Meðalholti þar sem hann var búinn að aka utan í annan bíl.