Bobby Fischer látinn

00:00
00:00

Robert Fischer, fyrr­ver­andi heims­meist­ari í skák, er lát­inn eft­ir al­var­leg veik­indi. Hann lést hér á landi í gær 65. ára að aldri. Fischer sem var fædd­ur og upp­al­inn í New York var undra­barn í skák og 13 ára tefldi hann eina fræg­ustu skák 20. ald­ar gegn banda­ríska meist­ar­an­um Don­ald Byr­ne.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins dvaldi Fis­her á sjúkra­húsi í Reykja­vík í októ­ber og nóv­em­ber en á heim­ili sínu í Reykja­vík síðustu tvo mánuðina. 

Bobby Fischer var undra­barn í skák og varð heims­meist­ari og þjóðhetja eft­ir ein­vígi ald­ar­inn­ar á Íslandi árið 1972 árum en hvarf svo úr sviðsljós­inu í um tutt­ugu ár. Hann kom aft­ur fram á sjón­ar­sviðið til að tefla við Borís Spasskí í Sveti Stef­an í fyrr­ver­andi Júgó­slav­íu árið 1992 sem leiddi svo til þess að hand­töku­skip­un var gef­in út á hend­ur hon­um. Hann var hand­tek­inn í Jap­an fyr­ir rúm­um tveim­ur árum og þar sat hann í fang­elsi í eina níu mánuði áður en hann kom hingað til lands í mars árið 2005 eft­ir að Alþingi ákvað að veita hon­um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Upp­lýs­ing­ar um Bobby Fischer á Wikipedia

Bobby Fischer
Bobby Fischer mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert