Kolbrún móðgar Félag um foreldrajafnrétti: Vilja afsökunarbeiðni

Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir.

Fé­lag um for­eldra­jafn­rétti hef­ur skrifað Kol­brúnu Hall­dórs­dótt­ur, þing­manni Vinstri grænna, bréf og farið fram á af­sök­un­ar­beiðni vegna um­mæla, sem Kol­brún viðhafði um fé­lagið á Alþingi á þriðju­dag.

Fé­lags- og trygg­inga­mála­nefnd lagði til í áliti um frum­varp til jafn­rétt­islaga að Fé­lag um for­eldra­jafn­rétti fengi að til­nefna full­trúa í jafn­rétt­is­ráð, auk Femín­ista­fé­lags­ins, Kven­fé­laga­sam­bands­ins, Kven­rétt­inda­fé­lags­ins, Stíga­móta, Kvenna­at­hvarfs­ins, aðila vinnu­markaðar­ins og Sam­bands sveit­ar­fé­laga.

Af hverju ekki fót­bolta­fé­lag?

Í bréfi Fé­lags um for­eldra­jafn­rétti segj­ast Lúðvík Börk­ur Jóns­son formaður og Stefán Guðmunds­son rit­ari ekki hafa hug­mynd um hvers vegna andúð Kol­brún­ar í garð fé­lags­ins sé eins og raun beri vitni. „Slík­ar at­huga­semd­ir, sam­lík­ing­ar og orðanotk­un eru vand­fundn­ar í söl­um Alþing­is og víta­verð lít­ilsvirðing við þann fé­lags­skap sem nú hef­ur verið til­nefnd­ur í Jafn­rétt­is­ráð,“ segja þeir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert