Með mörg hnífasett í bakinu

Guðjón Ólafur Jónsson.
Guðjón Ólafur Jónsson.

Guðjón Ólaf­ur Jóns­son, fyrr­ver­andi þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í Silfri Eg­ils í dag, að hann væri með mörg hnífa­sett í bak­inu eft­ir Björn Inga Hrafns­son, borg­ar­full­trúa flokks­ins. Sagði Guðjón Ólaf­ur m.a., að Björn Ingi hefði unnið gegn sér fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2003 og 2007.

Guðjón Ólaf­ur sagði að þeir Björn Ingi hefðu verið mikl­ir vin­ir á sín­um tíma og hann hefði fengið Björn Inga í Fram­sókn­ar­flokk­inn. Hann hefði síðan gengið í það ásamt Árna Magnús­syni, þáver­andi fé­lags­málaráðherra, að fá Björn Inga til starfa fyr­ir þing­flokk fram­sókn­ar­manna árið 2002. Allt hefði gengið vel í upp­hafi en Björn Ingi hafi svo skyndi­lega sjálf­ur verið orðinn aðaltalsmaður flokks­ins og síðan hefði eitt leitt af öðru.

Guðjón Ólaf­ur sagði, að viðbrögð við bréfi, sem hann sendi fram­sókn­ar­mönn­um í Reykja­vík ný­lega, hefðu verið með mikl­um ólík­ind­um. Hann sagðist þekkja Björn Inga það vel, að eng­ar lík­ur væru á að hann hætti í Fram­sókn­ar­flokkn­um þrátt fyr­ir yf­ir­lýs­ing­ar í gær um að að inn­an­flokkserj­urn­ar  væru orðnar svo þreyt­andi að hann þurfi að íhuga hvort það sé þess virði að starfa áfram und­ir merkj­um flokks­ins. Þær yf­ir­lýs­ing­ar væru aðeins leik­rit, sem ætlað væri að vekja samúð.

Guðjón Ólaf­ur sagðist fyrst og fremst vera  flokksmaður og liðsmaður og alltaf hafa staðið að baki for­ustu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Það skipti hann mestu máli að hans liði og flokki gangi vel.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert