Nýr meirihluti í Reykjavík

Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna.
Borgarfulltrúar sjálfstæðismanna. mbl.is/Brynjar Gauti

Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra og óháðra í borgarstjórn Reykjavíkur mun hafa verið myndaður. Er boðaður blaðamannafundur á Kjarvalsstöðum klukkan 19 þar sem samstarfið verður kynnt.

Talað er um að flokkarnir muni skipta á milli sín borgarstjóraembættinu þannig að Ólafur F. Magnússon verði borgarstjóri að minnsta kosti hluta af kjörtímabilinu en hann er forseti borgarstjórnar í í núverandi meirihluta í borgarstjórninni.

Þann meirihluta hafa Samfylking, VG, Framsóknarflokkur og Frjálslyndir og óháðir skipað frá 11. október en þá slitnaði upp úr rúmlega ársgömlu samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert