Ómakleg framganga

Halldór Ásgrímsson.
Halldór Ásgrímsson. Árvakur/Golli

Ekki var rétt af Guðjóni Ólafi Jóns­syni að fara fram með þeim hætti sem hann hef­ur gert, að mati Hall­dórs Ásgríms­son­ar, fyrr­ver­andi for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins, og seg­ir hann fram­göngu Guðjóns gegn Birni Inga Hrafns­syni ómak­lega.

Hall­dór seg­ir, hvað varðar röðun í sæti á fram­boðslist­um Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík árið 2003, að Björn Ingi Hrafns­son hafi að hans mati ekki átt neinn ráðandi þátt í því hvar hann endaði á list­an­um. „Bæði var rætt um að hann færi á lista í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður og einnig suður. Illa gekk að ná sam­komu­lagi um upp­still­ingu í sæti fyr­ir Reykja­vík suður, en að end­ingu varð sátt um skip­an­ina.“

Hall­dór seg­ir Björn Inga miklu öfl­ugri mann en svo að hann láti umræðuna á sig fá. „Hann er lyk­ilmaður fyr­ir framtíð flokks­ins í Reykja­vík. For­ysta flokks­ins hlýt­ur að hafa það í huga og standa þétt við bakið á hon­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert