Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir látin

Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir
Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir

Þórdís Tinna Aðalsteinsdóttir sem barðist við lungnakrabbamein lést í gær. Þórdís Tinna, sem fæddist þann 10. desember 1968, bloggaði af einlægni um veikindi sín á bloggvef Morgunblaðsins. Þórdís Tinna lætur eftir sig eina dóttur.

Í september á síðasta ári bárust félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra fjöldi tölvubréfa þar sem skorað var á ráðherrana að bæta kjör öryrkja og aldraðra í samræmi við íslenskan veruleika eftir að Þórdís Tinna fjallaði um kjör sín og annarra sem berjast við veikindi á Íslandi. 

Greint er frá andláti hennar á bloggvef hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert