Dagur: Í dag ætti að kjósa í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson í ræðustóli í Ráðhúsinu í dag.
Dagur B. Eggertsson í ræðustóli í Ráðhúsinu í dag. mbl.is/Kristinn

Dag­ur B. Eggerts­son, frá­far­andi borg­ar­stjóri, sagði á auka­fundi borg­ar­stjórn­ar í Ráðhúsi Reykja­vík­ur, að í dag ætti að kjósa í Reykja­vík, ekki bara í Ráðhús­inu held­ur í borg­inni allri vegna þess að borg­ar­bú­um væri mis­boðið.

Sagði Dag­ur, að í at­b­urðarás und­an­far­inna daga hefði smám sam­an komið óyggj­andi í ljós, að nýr meiri­hluti væri  byggður á blekk­ing­um, skorti á upp­lýs­ing­um og fljót­færn­is­leg­um vinnu­brögðum, sem aldrei áður hefðu sést í ís­lenskri póli­tík.

Þessu væri mik­il­vægt að halda til haga áður en hefðbundn­ar leik­regl­ur borg­ar­stjórn­ar­sal­arn­is  væru notaðar til að knýja þessa niður­stöðu fram. Þetta fæli í sér djúp­stæðari stjórn­ar­kreppu en menn hefðu gert sér grein fyr­ir þegar frétt­ir af viðræðum tveggja manna fóru að kvisast út.

Dag­ur sagði að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði við mynd­un meiri­hlut­ans lagst á hnén og notað borg­ar­stjóra­stól­inn sem tál­beitu.

Dag­ur sagði, að verk­efni þessa vetr­ar fæl­ust ekki í því að slæma höggi á póli­tíska and­stæðinga held­ur stæðu menn frammi fyr­ir kjara­samn­ing­um, upp­námi á fjár­mála­mörkuðum og fleiri vanda­mál­um. „Ég ætla að leyfa mér að ef­ast um að nokk­ur ábyrg­ur stjórn­mála­maður geti verið full­sæmd­ur af því að skrifa upp það það sem á að fara hér fram," sagði Dag­ur. „Reyk­vík­ing­ar eiga miklu betra skilið en það sem boðið er upp á hér í dag."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert