Ólafur kjörinn borgarstjóri

Lögreglumenn komu í Ráðhúsið þegar hlé var gert á fundinum.
Lögreglumenn komu í Ráðhúsið þegar hlé var gert á fundinum. mbl.is/Júlíus

Ólaf­ur F. Magnús­son, borg­ar­full­trúi F-lista, var kjör­inn borg­ar­stjóri á auka­fundi borg­ar­stjórn­ar í dag með 8 at­kvæðum gegn 7. Um leið og Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, ný­kjör­inn for­seti borg­ar­stjórn­ar lýsti kjör­inu púuðu áhorf­end­ur í saln­um hátt og hrópuðu slag­orð. 

Gerði Hanna Birna þá hlé á fund­in­um en hún hafði áður ít­rekað sagt, að sal­ur­inn yrði rýmd­ur ef áhorf­end­ur yrðu ekki við til­mæl­um um að hafa hljóð.

Lög­reglu­menn komu á áhorf­endap­all­ana en beittu sér ekki. Var starfs­mönn­um Ráðhúss­ins þess í stað falið að reyna að koma áhorf­end­un­um út með góðu. Mælt­ust þeir til þess að fólkið yf­ir­gæfi pall­ana en því svar svarað með hróp­um: Við för­um ekki. Held­ur er þó færra á áhorf­endapöll­un­um en í upp­hafi borg­ar­stjórn­ar­fund­ar.

Óvíst var hve lengi fund­ar­hléið myndi standa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert