Borgarstjóri ætlar ekki á höfuðborgarráðstefnu

Ólafur F. Magnússon í Ráðhúsinu.
Ólafur F. Magnússon í Ráðhúsinu. Árvakur/Árni Sæberg

Ólaf­ur F. Magnús­son, ný­kjör­inn borg­ar­stjóri í Reykja­vík, hef­ur tekið þá ákvörðun að sækja ekki höfuðborg­ar­ráðstefnu í Stokk­hólmi um mánaðamót­in. Vil­hjálm­ur Þ. Vil­hjálms­son, formaður borg­ar­ráðs, og Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, for­seti borg­ar­stjórn­ar, og Gunn­ar Ey­dal, skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjórn­ar, sækja fund­inn fyr­ir hönd Reykja­vík­ur­borg­ar.

Í til­kynn­ingu frá skrif­stofu borg­ar­stjóra seg­ir, að Ólaf­ur vilji frek­ar ein­beita sér að mik­il­væg­um verk­efn­um, sem bíða á vett­vangi borg­ar­inn­ar og kynna sér mál þar sem hann sé ný­tek­inn til starfa. Þýðing­ar­mikið sé að skapa festu og góðan vinnufrið hjá Reykja­vík­ur­borg eft­ir at­b­urði und­an­far­inna daga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert