Geir til Lúxemborgar og Belgíu

Geir H. Haarde, forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra.

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, heim­sæk­ir Lúx­em­borg og Belg­íu í síðari hluta fe­brú­ar til viðræðna við for­sæt­is­ráðherra ríkj­anna. Hann mun einnig eiga viðræður við full­trúa í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og fram­kvæmda­stjóra Atlants­hafs­banda­lags­ins.

Geir mun eiga fund með Jean-Clau­de Juncker, for­sæt­is­ráðherra Lúx­em­borg­ar 26. fe­brú­ar nk. og einnig kynna sér starf­semi ís­lenskra fjár­mála­fyr­ir­tækja í her­toga­dæm­inu sama morg­un.

Þaðan fer Geir til Belg­íu og mun 26. – 27. fe­brú­ar nk. eiga fundi með Guy Ver­hofsta­dt, for­sæt­is­ráðherra Belg­íu, Jaap de Hoop Schef­fer, fram­kvæmda­stjóra Atlants­hafs­banda­lags­ins, Jose Manu­el Barrosso, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Javier Sol­ana, ut­an­rík­is­mála­stjóra ESB, Benita Fer­rero-Waldner, fram­kvæmda­stjóra ESB á sviði ut­an­rík­is­mála, og Olli Rehn, fram­kvæmda­stjóra ESB á sviði stækk­un­ar­mála.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert