Bæjarstjóri Vestmannaeyja: „Ölum enn með okkur von"

Sú var tíðin að krökkt var af loðnuskipum milli lands …
Sú var tíðin að krökkt var af loðnuskipum milli lands og eyja. Nú verður vetrarvertíð stöðvuð á morgun. Árvakur

Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir það mikið áhyggju­efni að loðnan hafi brugðist og að tíðindi dags­ins komi verr við Vest­manna­eyj­ar en flest önn­ur sveit­ar­fé­lög ef fer sem horf­ir.

„En enn ölum við með okk­ur von, þetta er dynt­ótt­ur fisk­ur og ekki hægt að úti­loka að hann láti sjá sig."

Elliði seg­ir hegðun­ar­mynst­ur loðnunn­ar hingað til á þess­ari vertíð ekki óþekkt, en að hún sé mun seinni á ferðinni en hingað til hef­ur verið, Vest­manna­ey­ing­ar hins veg­ar muni halda í von­ina a.m.k. fram yfir mánaðar­mót.

Mik­il­vægt er að mati bæj­ar­stjór­ans að skip séu á miðunum ef loðnan læt­ur sjá sig. Seg­ist Elliði hafa í dag rætt við fjár­málaráðherra, sem hafi tekið vel í að rann­sókn­ar­skipi verði haldið á miðunum í það minnsta til mánaðar­móta.

Elliði seg­ir áfallið mikið og áætl­ar að tap fyr­ir­tækj­anna í Eyj­um sé á bil­inu 3-4 millj­arðar. „Það bæt­ist auðvitað ofan á þá þrjá millj­arða sem töpuðust við niður­skurð á þorskkvóta svo það þarf ekki mikið til að sjá að þetta er þungt högg og erfitt."

Seg­ir Elliði að að fregn­ir sem þess­ar komi öll­um íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins við og að Vest­manna­ey­ing­ar all­ir finni fyr­ir því um leið og afla­brest­ur verður.

Grípa þarf til aðgerða að mati bæj­ar­stjór­ans ef eng­in loðna finnst og seg­ir hann að bæði þurfi bæj­ar­fé­lagið að grípa til sinna ráða, en einnig komi þetta rík­is­stjórn­inni við. „Við höf­um held­ur bet­ur lagt til þjóðarbús­ins síðustu ár­hundruðin og þegar við þurf­um tíma­bundna aðstoð þá verður að bregðast við því."

Þá seg­ir Elliði að bæj­ar­stjórn­in muni skoða hvað hægt sé að gera. „Við búum ekki til fisk en þurf­um ein­hvern veg­in að bregðast við, það verða all­ar leiðir skoðaðar."

Elliði Vignisson.
Elliði Vign­is­son.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert