10 mánaða fangelsi fyrir fjölda afbrota

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 10 mánaða fangelsi fyrir tvö þjófnaðarbrot, hilmingu, nytjastuld, þrjú fíkniefnalagabrot og réttindaleysi við akstur í tvö skipti. Maðurinn var dæmdur í 12 mánaða fangelsi í héraðsdómi en Hæstiréttur sýknaði hann af tveimur ákæruatriðum.

Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að maðurinn er vanaafbrotamaður og hefur margítrekað gerst sekur um auðgunarbrot.  Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í september á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert