Litháískir fangar til Litháen

Verið er að undirbúa flutning til Litháens á tveimur Litháum, …
Verið er að undirbúa flutning til Litháens á tveimur Litháum, sem eru í afplánun á Litla-Hrauni. Árvakur/RAX

Björn Bjarna­son, dóms- og kirkju­málaráðherra, hitti Petras Baguska, dóms­málaráðherra Lit­há­ens, og Egle Radu­syte, aðstoðardóms­málaráðherra Lit­há­ens, í sendi­ráði Íslands í Brus­sel  í morg­un til að ræða flutn­ing Lit­háa, sem ís­lensk­ir dóm­stól­ar hafa dæmt til fanga­vist­ar, til afplán­un­ar í ætt­landi sínu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá dóms­málaráðuneyt­inu samþykkti Baguska, að þessi til­hög­un yrði höfð vegna þeirra fanga sem falla und­ir ákvæði samn­ings Evr­ópuráðsins um flutn­ing dæmdra manna frá 1983 og viðauka við hann frá 1997, enda yrði farið að ákvæðum hans.

Dóms- og kirkju­málaráðuneytið hef­ur nú þegar hafið und­ir­bún­ing flutn­ings tveggja Lit­háa sem eru í afplán­un á Litla-Hrauni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert