Helmingslíkur á eldgosi

Jarðskjálftahrinan sem hófst á sunnudag austnorðaustur af Upptyppingum sýnir að jarðskjálftavirkni sem hófst á þessum slóðum fyrir um ári er í fullum gangi og sennilega frekar að aukast en hitt, að mati Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings við Háskóla Íslands.

Páll sagði að virknin hefði smám saman færst austar og væri nú undir Álftadalsdyngju, um 8 km ANA af Upptyppingum. Þá hafa upptök jarðskjálftanna færst ofar í jarðskorpunni. Virknin byrjaði á 15-20 km dýpi undir Upptyppingum en meginþungi jarðskjálftanna nú hefur átt upptök á 12-14 km dýpi.

Páll sagði ekki hægt segja fyrir hvert framhaldið yrði. Næsta víst þykir að þessir skjálftar stafi af kvikuhreyfingum í neðri hluta jarðskorpunnar. Leiti hún upp á yfirborðið verður eldgos, en hins vegar er vitað að mikill hluti af jarðskorpunni verður til úr kviku sem ekki nær til yfirborðs. Taldi Páll um helmingslíkur á því að þessi atburðarás nú leiddi til eldgoss. Það gæti þá orðið svonefnt dyngjugos sem ekki hefði orðið hér á landi frá því skömmu eftir síðustu ísöld.

Fá tilvik eru þekkt hér á landi þar sem jarðskjálftar hafa orðið svo djúpt í jarðskorpunni og austur við Upptyppinga. Eitt af þeim er Heimaeyjargosið 1973 þar sem urðu jarðskjálftar á svo miklu dýpi um 30 klst. áður en fór að gjósa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka