Utanríkisráðherra sendir kveðju á baráttufund

Ut­an­rík­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, sendi kveðju  til bar­áttufund­ar Íslands-Palestínu á Lækj­ar­torgi sem  nú stend­ur yfir.

„Ég sendi fund­ar­mönn­um mín­ar bestu bar­áttu­kveðjur.  Fram­lag ykk­ar er mik­il­vægt til að vekja at­hygli á þeim grimmd­ar­verk­um sem nú eiga sér stað á Gaza.  Fram­ferði Ísra­els­manna gagn­vart óbreytt­um borg­ur­um er óafsak­an­legt og skýrt brot á alþjóðalög­um auk þess sem friðarferl­inu er stefnt í voða.  

Íslensk stjórn­völd for­dæma þetta fram­ferði og munu hér eft­ir sem hingað til koma þeirri skoðun skýrt á fram­færi á alþjóðavett­vangi. Mik­il­vægt er að all­ir málsaðilar legg­ist á eitt við að leiða friðarferlið til far­sælla lykta fyr­ir lok þessa árs þannig að til geti orðið tvö líf­væn­leg sjálf­stæð ríki Palestínu og Ísra­els."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert