Atvinnuleysi mældist 1% í febrúar

At­vinnu­leysi í fe­brú­ar mæld­ist 1% og voru að meðaltali 1.631 ein­stak­ling­ur á at­vinnu­leys­is­skrá í mánuðinum. þetta er lít­ils­hátt­ar fjölg­un frá janú­ar­mánuði, eða um 86 manns, þó at­vinnu­leysið mæl­ist óbreytt. Fyr­ir ári, eða í fe­brú­ar 2007, var at­vinnu­leysið 1,3%.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vinnu­mála­stofn­un jókst at­vinnu­leysi á höfuðborg­ar­svæðinu um 6% og er 0,7% eða sama og í janú­ar.  Á lands­byggðinni jókst at­vinnu­leysi minna eða um 5% en fer þó úr 1,5% í janú­ar í 1,6% í fe­brú­ar. At­vinnu­leysi jókst fyrst og fremst meðal kvenna á lands­byggðinni.

Stofn­un­in seg­ir, að at­vinnu­ástandið breyt­ist yf­ir­leitt lítið milli fe­brú­ar og mars. Í fyrra minnkaði at­vinnu­leysið um 5% milli þess­ara mánaða og var þá 1,3% bæði í fe­brú­ar og mars. Laus­um störf­um hjá Vinnu­mála­stofn­un fjölgaði tals­vert eða um 76 milli janú­ar og fe­brú­ar og voru 260 í lok fe­brú­ar. At­vinnu­laus­um í lok fe­brú­ar fjölgaði frá lok­um janú­ar eða um 40, sem er litlu meiri aukn­ing en á sama tíma árið 2007 þegar fjölgaði um 23 milli þess­ara mánaða. Seg­ir Vinnu­mála­stofn­un, að þegar allt sé talið sé því lík­legt að at­vinnu­leysið í mars muni lítið breyt­ast og verða á bil­inu 0,9%-1,2%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert