Bensín dýrara í Evrópu

Bensínverð hefur farið hækkandi en ástandið er svartara á meginlandi …
Bensínverð hefur farið hækkandi en ástandið er svartara á meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandseyjum. AP

Sam­an­borið við þau Norður­lönd og lönd í Mið-Evr­ópu sem við á Íslandi ber­um okk­ur gjarn­an við er verð á bens­íni lægra hér á landi þrátt fyr­ir þær miklu hækk­an­ir sem orðið hafa und­an­farið.

Al­geng­asta verðið á bens­ín­lítra hér í sjálfsaf­greiðslu virðist við óform­lega skyndi­könn­un blaðamanns vera 147,90 krón­ur en á Norður­lönd­um er það frá 165,79 í Svíþjóð upp í 194,99 í Nor­egi.

Á bens­ín­stöðvum Olís, N1 og Skelj­ungi var al­geng­asta verðið á 95 okt­ana blý­lausu bens­íni 147,90 í sjálfsaf­greiðslu en hjá Atlantsol­íu og ÓB stöðvum á höfuðborg­ar­svæðinu var það 145,80.

Á dönsku vefsíðunni www.benz­in­priser.nu sem held­ur til haga bens­ín­verði í Evr­ópu í dönsk­um krón­um má sjá að á gengi dags­ins (dönsk króna á 16,50) kost­ar 95 okt­ana blý­laust bens­ín 173,22 ís­lensk­ar krón­ur í Dan­mörku, 194,99 í Nor­egi og 165,79 í Svíþjóð, 172,23 í Finn­landi og 168,43 í Frakklandi og á Bretlandi kost­ar lítr­inn 168,93.

Fall krón­unn­ar er skýr­ing­in

Run­ólf­ur Ólafs­son fram­kvæmda­stjóri FÍB sagði í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins að í síðustu viku áður en hækk­an­irn­ar dundu yfir og krón­an féll að þá voru ein­ung­is Nor­eg­ur og Hol­land með dýr­ara bens­ín.

Helm­ingi hærra hlut­fall renn­ur til olíu­fé­lag­anna 

„Þetta er háskatta­vara í lönd­un­um í kring­um okk­ur en ef þú skoðar vef­inn hjá til dæm­is Statoil.dk þá kem­ur fram að um 10% af út­seld­um lítra sé hlut­ur olíu­fé­lags. Það er ekki hægt að segja að þetta sé al­ger­lega sam­an­b­urðar­hæft vegna óljósra upp­lýs­inga um flutn­ings­kostnað og fleira en ef maður tek­ur sömu köku hér heima þá eru um 20% af út­seld­um lítra (miðað við sjálfsaf­greiðslu á þjón­ustu­stöð) hlut­ur olíu­fé­lags og kostnaður við flutn­ing og dreif­ingu," sagði Run­ólf­ur.

 Hann benti á að álagn­ing­in væri tals­vert hærri hér á landi, „auðvitað á eitt­hvað af því sér skýr­ingu í því að við erum á smærri markaði og dreif­ing erfiðari en öf­ugt við það sem hef­ur verið að ger­ast á danska markaðnum hafa út­sölu­stöðum fjölgað mjög á Íslandi á síðustu árum," sagði Run­ólf­ur og vildi meina að það benti til þess að það væri greini­lega eft­ir ein­hverju að slægj­ast á þess­um markaði og slag­ur­inn um lóðir und­ir út­sölustaði væri einnig vís­bend­ing um að bens­ínsala á Íslandi væri mjög ábata­sam­ur markaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka