Sendiráðsstarfsmenn komu ekki til dyra

Enginn kom til dyra í kínverska sendiráðinu í Reykjavík laust fyrir hádegi í dag þegar liðsmenn Ungra jafnaðarmanna bönkuðu þar uppá til að afhenda mótmæli vegna aðgerða Kínverja í Tíbet, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Þar segir ennfremur:

„Anna Pála Sverrisdóttir, formaður UJ, límdi bréfið á rauða hurð sendiráðsins og sendi einnig annað eintak í pósti, stílað á sendiherrann sjálfan.“

„Það er kaldhæðnislegt að sendiráðið hafi kosið að beita þöggunaraðferðinni og hundsa bréf UJ í ljósi þess að fyrsta spurning ungra jafnaðarmanna til sendiherrans fjallar um það hvers vegna kínversk stjórnvöld reyna að koma í veg fyrir fjölmiðlaumfjöllun um Tíbet, en engum fjölmiðlum er hleypt inn í landið.“

„Tíbetar hafa mátt þola gengdarlaust ofbeldi og misrétti frá því að Kínverjar hernámu landið árið 1950. Nú er lag að beita Kína þrýstingi þegar Ólympíuleikar eru á næsta leiti og efnahagur Kína er háður viðskiptum við vestræn ríki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert