Eigendur óskoðaðra bíla þurfi að borga

Nærri 10% eigenda bíla höfðu um áramótin vanrækt að færa …
Nærri 10% eigenda bíla höfðu um áramótin vanrækt að færa þá til skoðunar. mbl.is/Ómar

Dómsmálaráðuneytið er að endurskoða ákvæði umferðarlaga svo hægt verði að leggja allt að 30 þúsund króna gjald á þá eigendur ökutækja, sem vanrækja að færa ökutæki sitt til skoðunar á tilsettum tíma. Um 10% af öllum skráum bílum höfðu ekki verið færð til skoðunar um síðustu áramót.

Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins voru skráð 258.009 ökutæki hér á landi um síðustu áramót, þar af voru 25.128 þeirra óskoðuð eða tæplega 10%. Segir ráðuneytið, að þetta sé með öllu óviðunandi ástand út frá umferðaröryggissjónarmiðum en skilvirk úrræði hafi til þessa skort til eftirfylgni með því að óskoðuð ökutæki séu færð til skoðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka