Mikið hvassviðri hefur verið í Vestmannaeyjum en að sögn lögreglunnar fauk hluti af þaki netaverkstæðisins Ísfells í dag. Björgunarsveit og smiðir voru kallaðir út til að festa þakið, en 80-100 fermetrar af þakplötum fuku af húsinu.
Að sögn lögreglu er veðrið að ganga niður, en einstaka hvassar hviður koma af og til. Flug til og frá Vestmannaeyjum hefur legið niðri í dag vegna veðurs, en um fimmleytið verður athugað hvort flogið verði, að sögn lögreglu.