Þakplötur fuku í Eyjum

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Mikið hvassviðri hef­ur verið í Vest­manna­eyj­um en að sögn lög­regl­unn­ar fauk hluti af þaki neta­verk­stæðis­ins Ísfells í dag.  Björg­un­ar­sveit og smiðir voru kallaðir út til að festa þakið, en 80-100 fer­metr­ar af þak­plöt­um fuku af hús­inu. 

Að sögn lög­reglu er veðrið að ganga niður, en ein­staka hvass­ar hviður koma af og til.  Flug til og frá Vest­manna­eyj­um hef­ur legið niðri í dag vegna veðurs, en um fimm­leytið verður at­hugað hvort flogið verði, að sögn lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka