Banaslys á Kringlumýrarbraut

Frá slysstað í kvöld
Frá slysstað í kvöld mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Banaslys varð á Kringlumýrarbraut í Reykjavík er karlmaður fæddur árið 1984 sem ók mótorhjóli rétt sunnan við Listabraut laust fyrir klukkan 22 í kvöld  lést. Ekki er vitað nánar um tildrög slyssins.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biður þá, sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu, að hafa samband í síma 444-1000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert