Mótmæli við kínverska sendiráðið í Reykjavík

Efnt var til mót­mælaaðgerða við kín­verska sendi­ráðið í Reykja­vík í dag, og í frétta­til­kynn­ingu frá skipu­leggj­end­um sagði að and­mælt væri til að að þrýsta á 
kín­versk yf­ir­völd að
virða mann­rétt­indi Tíbeta og hleypa alþjóðleg­um mann­rétt­inda­sam­tök­um 
inn í landið og sýna Tíbet­um stuðning í þeirra bar­áttu fyr­ir frelsi í 
sínu eig­in landi.

Í frétta­til­kynn­ing­unni sagði enn­frem­ur:

„Tíbet hef­ur verið lokað af, fjöl­miðlafólki og ferðamönn­um hef­ur verið vísað frá land­inu. Síma­sam­band og net­sam­band verið rofið.

Her­lög­um hef­ur verið komið á og fólk hand­tekið fyr­ir þá einu sök að eiga mynd af trú­ar­leiðtoga sín­um, Dalai Lama í fór­um sín­um.

Und­an­farið hafa mik­il mót­mæli brot­ist út í Tíbet, þau mestu í sögu lands­ins. Í það minnsta 1000 mann­eskj­ur hafa verið hand­tekn­ar í Lhasa.

Þeir sem þekkja til mann­rétt­inda­brota kín­verskra yf­ir­valda vita að þetta fólk mun sæta miklu of­beldi í fang­els­un­um.

Dæmi eru um það að munk­ar hafa frem­ur skorið sig á púls en að þurfa að sitja und­ir þeim pynt­ing­um sem bíða þeirra í kín­versk­um fang­els­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert