Snjóflóð og hálka fyrir norðan

Verið er að ryðja leiðina um Ólafsfjarðarmúlann.
Verið er að ryðja leiðina um Ólafsfjarðarmúlann. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Snjóflóð lok­ar Ólafs­fjarðar­múla og veg­in­um milli Ólafs­fjarðar og Dal­vík­ur en sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni er verið að moka.

Veg­ur er orðinn auður á Hell­is­heiði og í Þrengsl­um og veg­ir eru auðir
nán­ast um allt  Suður­land.

Á Vest­ur­landi er víðast hvar autt en þó er snjóþekja og élja­gang­ur á
Fróðár­heiði og hálku­blett­ir á norðan­verðu Snæ­fellsnesi,  Vatna­leið,
Bröttu­brekku og Svína­dal. Veður er hins veg­ar versn­andi á Holta­vörðuheiði og þar er nú hálka og skafrenn­ing­ur.

Mokstri hef­ur verið hætt á  Kletts­hálsi og er hann orðin ófær, en að öðru leyti er ennþá þokka­leg færð á Vest­fjörðum og Strönd­um.

Veður er nú versn­andi  á Norður­landi vestra, vax­andi vind­ur, skafrenn­ing­ur og élja­gang­ur  og víða kom­in ein­hver hálka. Á Öxna­dals­heiði er hálka og skafrenn­ing­ur, en snjó­koma eða élja­gang­ur er við  Eyja­fjörð og í Þing­eyj­ar­sýsl­um og víðast hvar snjóþekja eða hálka.

Þæf­ings­færð er á Fagra­dal og enn er ein­hver biðstaða á Fjarðar­heiði.

Á Suðaust­ur­landi eru veg­ir að miklu leyti auðir þótt sumstaðar sé hált á köfl­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert