Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist á Alþingi í dag hafa efasemdir um að skynsamlegt sé að skipta upp lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum.
Sagðist Lúðvík einkum hafa áhyggjur af aðskilnaði tollsins og lögreglunnar, enda hefði það samstarf gengið vel.
Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, sagði að breyta þyrfti lögum vegna þessara breytinga og þá yrði málið vandlega rætt á Alþingi. Sagðist hann vera þess fullviss, að allur undirbúningur yrði vandaður.