Vildi gera Ís-land gjaldþrota

Heyrir raddir Hendry, til hægri á myndinni, segist heyra raddir …
Heyrir raddir Hendry, til hægri á myndinni, segist heyra raddir sem stýri fjárfestingum hans

Einn þeirra erlendu fjármálamanna sem hagnast hafa á veikingu íslensku krónunnar stærði sig af því árið 2006 að hann vildi láta minnast sín sem mannsins sem gerði Ísland gjaldþrota. Hugh Hendry, yfirmaður fjárfestingasviðs hjá breska vogunarsjóðsfyrirtækinu Eclectica Asset Management, sagði þetta m.a. í viðtali við breska blaðið Times 8. júlí 2006.

Einn sjóða Eclectica, The Eclectica Fund (TEF), fjárfestir í hlutabréfum og gjaldmiðlum, hvort heldur sem er með hefðbundinni fjárfestingu eða svokölluðum skortstöðum, sem fela það í sér að fjárfestir veðjar á að viðkomandi hlutabréf eða gjaldmiðill falli í verði.

Í yfirliti yfir stöðu sjóðsins í febrúarmánuði kemur fram að um 10% af fjárfestingum sjóðsins í gjaldeyri eru skortstaða í íslensku krónunni, en ekki er gefið upp nákvæmlega hve staðan er stór. Miðað við það hver þróunin hefur verið á gengi krónunnar í marsmánuði má því leiða að því líkur að TEF hafi hagnast myndarlega á því að veðja á fall krónunnar. Þegar árið 2006 var hann með umtalsverðar skortstöður í íslensku krónunni.

Slái á móðursýki á markaði

Íslenska ríkið ætti að kaupa hluta af skuldabréfum bankanna, sem nú eru á eftirmarkaði, til að slá á þá móðursýki sem einkennir skuldabréfamarkaði hvað varðar skuldabréf íslensku bankanna.

Þetta segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Merrill Lynch, sem telur að vandamál íslensku bankanna liggi í fjármagnsflæði.

Íslenska ríkið gæti til dæmis ákveðið að kaupa öll skuldabréf bankanna sem komi til greiðslu á næstu þremur árum og gæti slíkt inngrip að mati Merrill Lynch slegið á áhyggjur fjárfesta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka