Átelur vinnubrögð Hannesar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson mbl.is/Golli

Rektor Há­skóla Íslands, Krist­ín Ing­ólfs­dótt­ir, átel­ur vinnu­brögð Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði í bréfi sem hún hef­ur sent hon­um og ger­ir þá kröfu að þau verði ekki end­ur­tek­in. Seg­ir rektor að vinnu­brögð hans hafi rýrt traust skól­ans. Bréfið er sent í kjöl­far dóms Hæsta­rétt­ar frá 13. mars sl. Sam­kvæmt dómn­um er dr. Hann­esi gert að greiða Auði Sveins­dótt­ur, ekkju Hall­dórs Lax­ness fé­bæt­ur og máls­kostnað fyr­ir að hafa í fjöl­mörg­um til­vik­um brotið gegn höf­unda­rétti eig­in­manns henn­ar.

Í bréfi rektors kem­ur fram að rektor telji að staðfest­ing Hæsta­rétt­ar á því að dr. Hann­es hafi við rit­un ævi­sög­unn­ar brotið gegn höf­unda­rétti Hall­dórs Kilj­ans Lax­ness sé áfall fyr­ir Há­skóla Íslands. Dóm­ur­inn sé staðfest­ing þess að dr. Hann­es hafi sýnt af sér óvand­virkni í starfi sem telj­ist ósæmi­leg og ósam­rýman­leg þeim kröf­um sem Há­skóli Íslands geri til aka­demískra starfs­manna sinna.

„Að fengnu áliti fjöl­margra lög­fræðinga, bæði utan og inn­an Há­skóla Íslands, tel­ur rektor brotið efn­is­lega verðskulda áminn­ingu til starfs­manns. Í ljósi mats á stjórn­sýslu­legri meðferð máls­ins og þess stranga lag­aramma sem skól­an­um er gert að fylgja, ásamt því að fjög­ur ár eru liðin frá því að brotið átti sér stað, tel­ur rektor hins veg­ar að virða verði þessa þætti starfs­mann­in­um í hag. Há­skól­inn hafi ekki laga­legt svig­rúm til að veita áminn­ingu með til­svar­andi réttaráhrif­um. Niðurstaða máls­ins er því að í bréf­inu til dr. Hann­es­ar átel­ur rektor vinnu­brögð hans og ger­ir þá kröfu að þau verði ekki end­ur­tek­in."

Með bréf­inu er lokið meðferð rektors á máli því sem upp­haf­lega hófst með kæru Auðar Sveins­dótt­ur.

„Rektor Há­skóla Íslands bend­ir á að skól­inn og starfs­menn hans hafi notið óviðjafn­an­legs trausts í störf­um sín­um og slíkt traust sé grund­völl­ur starf­semi skól­ans og lyk­il­atriði í þeirri sókn sem skól­inn hef­ur hafið.

Úttekt­ir alþjóðlegra og inn­lendra stofn­ana á starf­semi há­skól­ans hafi leitt í ljós að starfs­menn hans hafi skilað mik­illi og góðri rann­sókn­ar­vinnu á fjöl­breyttu sviði vís­inda und­an­far­in ár. Málið sem hér um ræðir er ein­stakt, þar sem vinnu­brögð starfs­manns hafa rýrt traust skól­ans. Rektor hef­ur sett af stað vinnu inn­an skól­ans um setn­ingu starfs­reglna þar sem meðal ann­ars verður tekið á þeim álita­efn­um sem hafa komið upp í tengsl­um við mál dr. Hann­es­ar til að fyr­ir­byggja að mál af þessu tagi komi upp aft­ur.
Há­skóli Íslands," sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Há­skóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka