Húsaleigubætur hækka

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, fé­lags­málaráðherra, und­ir­ritaði í dag reglu­gerð sem kveður á um hækk­un húsa­leigu­bóta frá og með 1. apríl. Húsa­leigu­bæt­ur hafa ekki hækkað frá ár­inu 2000. Einnig mun ríkið nú í fyrsta skipti koma að greiðslu sér­stakra húsa­leigu­bóta.

Sam­kvæmt reglu­gerðinni hækka grunn­bæt­ur húsa­leigu­bóta um 69%, úr 8000 krón­um í 13.500 krón­ur, bæt­ur vegna fyrsta barns hækka um 100%, úr 7000 krón­um í 14.000 krón­ur og bæt­ur vegna ann­ars barns hækka um 42%, úr 6000 krón­um í 8500 krón­ur. Há­marks­húsa­leigu­bæt­ur hækka þar með um 15.000 krón­ur eða um 48% og geta hæst­ar orðið 46.000 krón­ur í stað 31.000 krón­ur áður. Hækk­un­in tek­ur gildi frá og með 1. apríl síðastliðnum en húsa­leigu­bæt­ur hækkuðu síðast árið 2000.

Í sam­komu­lagi við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um hækk­un húsa­leigu­bóta er einnig kveðið á um þátt­töku rík­is­ins í greiðslu sér­stakra húsa­leigu­bóta. Sveit­ar­fé­lög eru hvött til að taka upp sér­stak­ar húsa­leigu­bæt­ur og rýmka skil­yrði fyr­ir sér­stök­um húsa­leigu­bót­um svo þær nái til fleiri heim­ila. Há­marks­greiðsla al­mennra og sér­stakra húsa­leigu­bóta gæti þar með orðið 70.000 krón­ur í stað 50.000 króna áður. Ríkið kem­ur nú í fyrsta sinn að greiðslu sér­stakra húsa­leigu­bóta.

Áætlaður ár­leg­ur viðbót­ar­kostnaður vegna þess­ara aðgerða er um 620 millj­ón­ir króna vegna húsa­leigu­bóta og um 100 millj­ón­ir króna vegna sér­stakra húsa­leigu­bóta. Sam­komu­lag er um að rík­is­sjóður greiði 60% af heild­ar­kostnaði vegna hækk­un­ar­inn­ar og sveit­ar­fé­lög­in 40%.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert