Lögreglan leitar enn ræningja sem sem framdi vopnað rán í söluturni við Grettisgötu í gærkvöldi. Hann var vopnaður hnífi og er sagður hafa verið yfirvegaður. Ræninginn hafði á brott með sér umtalsverða fjármuni og vörur úr versluninni. Kona á sextugsaldri var við afgreiðslu þegar ránið var framið.
Nánar er fjallað um ránið í sjónvarpsfréttum mbl, en eigandi söluturnsins segir að maðurinn hafi verið með húfu og hettu yfir höfði og einnig hafi hann hulið andlit sitt með tóbaksklút.
Aðrar helstu fréttir í sjónvarpi mbl:
Íslandspóstur: segja vinnureglur skýrar
Spákaupmenn taldir sitja á 800 milljörðum króna
Handtökur í Simbabve
Launin hæst í fjármálgeiranum
Mannfall á Gasa
Pólskt samfélag á Íslandi: umræða byggð á misskilningi?
Páfanum tekið fagnandi við komuna til Bandaríkjanna