Fá hluta launa í evrum

Um 20 starfsmenn Marels fá hluta launa sinna greiddan í …
Um 20 starfsmenn Marels fá hluta launa sinna greiddan í evrum.

Marel ehf. hefur boðið starfsmönnum sínum hér á landi, sem eru með meira en sex mánaða starfsaldur, að fá hluta launa greiddan í evrum. Fyrsta útborgun með þeim hætti var 15. mars síðastliðinn. Nálægt 20 af um 370 starfsmönnum Marels ehf. á Íslandi hafa samið um að fá hluta launa í evrum. Snorri H. Þorkelsson, fjármálastjóri Marels ehf., taldi að sviptingar í gengi gjaldmiðla undanfarið hafi valdið því aðstarfsmenn fari sér hægt í að semja um laun í evrum.

Fyrirkomulagið er þannig að vilji starfsmaður fá t.d. 20% launa sinna tengd við evru er miðað við gengi evrunnar tiltekinn dag um það leyti sem samningur um launafyrirkomulag er gerður. Út úr því kemur ákveðin upphæð í evrum. Starfsmaðurinn mun síðan fá þá upphæð í evrum greidda meðan samningurinn gildir. Ef gengi krónunnar styrkist gagnvart evru ber launamaðurinn þá í raun minna úr býtum en ef hann hefði þegið öll launin í íslenskum krónum.

„Hugmyndin er sú að fólk sem er með erlend lán geti fest hluta launa sinna við mánaðarlega afborgun í erlendri mynt. Við höfum bent öllum á að ræða við þjónustufulltrúa í sinni lánastofnun. Í dag eru ekki mikil tækifæri fyrir fólk að breyta skuldum í erlend lán, en það ríktu aðrar aðstæður þegar farið var af stað með þessa hugmynd,“ sagði Snorri.

Stéttarfélög hafa að undanförnu verið að setja í samninga ákvæði um að fólk geti fengið laun í evrum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert