67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar

67,8 pró­sent þátt­tak­enda í nýrri skoðana­könn­un Frétta­blaðsins  segj­ast nú vilja að rík­is­stjórn­in hefji und­ir­bún­ing aðild­ar­um­sókn­ar að Evr­ópu­sam­band­inu. Stuðning­ur­inn er mest­ur meðal kjós­enda Sam­fylk­ing­ar, 87,2 pró­sent, en minnst­ur meðal kjós­enda Frjáls­lynda flokks­ins, 42,9 pró­sent. Þetta kem­ur fram í Frétta­blaðinu í dag.

Eng­inn mun­ur er á af­stöðu svar­enda könn­un­ar­inn­ar eft­ir kyni og mjög lít­ill mun­ur eft­ir bú­setu. Þannig segj­ast 69,5 pró­sent svar­enda á höfuðborg­ar­svæðinu vilja að und­ir­bún­ing­ur hefj­ist, en 65,1 pró­sent íbúa á lands­byggðinni.

Í fe­brú­ar spurði Frétta­blaðið hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Þá svaraði 55,1 pró­sent svar­enda spurn­ing­unni ját­andi . Spurn­ing­in sem bor­in varr upp nú var hins veg­ar ekki hin sama og því eru niður­stöðurn­ar ekki al­veg sam­an­b­urðar­hæf­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert