Hvergerðingar óttast mengun frá virkjunum

Hluti fundargesta í Hveragerði í gærkvöldi.
Hluti fundargesta í Hveragerði í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Margar spurningar brunnu á Hvergerðingum á fundi sem haldinn var í Grunnskóla Hveragerðis í gær. Þar lýsti fulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur framkvæmdunum sem fyrirhugaðar eru bæði á Hellisheiði, í Hverahlíð og Bitru, og gerði grein fyrir þeim lausnum sem OR hyggst nota til að lágmarka umhverfisáhrif af virkjunarframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru í nágrenni bæjarins.

Meðal annars á að beita nýjum aðferðum til að lágmarka losun brennisteinsvetnis út í umhverfið og láta mannvirki falla að landslaginu.

Margir fundargestir voru efins um gagnsemi hugmynda Orkuveitunnar og hafa áhyggjur af hljóð-, lykt-, og sjónmengun af virkjununum, auk þess sem vinsælt útivistarsvæði spillist.

Formaður skipulags- og byggingarnefndar lýsti m.a. áhyggjum sínum af því að virkjanirnar gætu skert verulega möguleika svæðisins sem íbúða- og ferðamannasvæðis.

Fulltrúi Landverndar gagnrýndi Orkuveituna fyrir virkjunarstefnu sem hann kallaði ágenga, og ekki taka mið af sjálfbærri nýtingu jarðhita.

Nánar er fjallað um fundinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert