Allt að 5.000 tré ónýt

00:00
00:00

Bú­ast má við að um fimm þúsund tré, mörg allt að mann­hæðarhá, hafi eyðilagst í sinu­eldi sem kveikt­ur var á svæði Skóg­rækt­ar­fé­lags Hafn­ar­fjarðar í nótt.

Flest trén voru gróður­sett fyr­ir um fimmtán árum, seg­ir Árni Þórólfs­son, starfsmaður fé­lags­ins. Tjónið sé mikið, ekki síst vegna þeirr­ar miklu vinnu sem lá í upp­græðslu á svæðinu og gróður­setn­ingu á trján­um.

Árni seg­ir að mik­ill hiti hafi mynd­ast í eld­in­um, og kvoðan í trján­um soðið, með þeim af­leiðing­um að trén drep­ist. Vera kunni að þau laufgist í sum­ar, en ólík­legt að þau lifi af næsta vet­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert