Fauk út í skurð á ferð

Bíllinn fauk út í skurð í snarpri vindhviðu.
Bíllinn fauk út í skurð í snarpri vindhviðu. mbl.is/thb

Um­ferðaró­happ varð á Kjal­ar­nesi klukk­an hálf fimm í dag. Vöru­flutn­inga­bíll fauk út í skurð. Farþegi í bíln­um skarst á hendi en önn­ur urðu slys ekki á mönn­um og tjón er ekki talið vera mikið á bíln­um.

Ann­ar vöru­flutn­inga­bíll lagðist á hliðina í Náma­skarði  við Mý­vatn um klukk­an 15 í dag. Að sögn lög­reglu flaut bíll­inn upp í krapi og við það missti bíl­stjór­inn stjórn á hon­um og fór hann út af veg­in­um og sem fyrr sagði lagðist á hliðina.

Eng­in slys urðu á mönn­um og tjón er held­ur ekki talið vera mikið á þeim bíl. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka