Lýst eftir stúlku

Eva Lind Guðjónsdóttir.
Eva Lind Guðjónsdóttir.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um lýs­ir eft­ir 13 ára stúlku, Evu Lind Guðjóns­dótt­ur,  til heim­il­is að Fjöru­braut 1230, Reykja­nes­bæ, en henn­ar er saknað síðan á mánu­dag­inn 28. apríl.  Ekki er vitað hvar hún er niður­kom­in en talið er að hún sé á höfuðborg­ar­svæðinu.

Eva Lind er 160 sm há, grann­vax­in með sítt dökkt hár sem hún tek­ur yf­ir­leitt upp í hnakk­ann. Hún var galla­bux­um, svartri úlpu og í svört­um skóm.

Þeir sem geta gefið upp­lýs­ing­ar um ferðir stúlk­unn­ar frá s.l. mánu­dag eru beðnir um að hafa sam­band við lög­regl­una á Suður­nesj­um í síma 420-1800.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert