Leitað að bankaræningja

Frá Landsbankanum í Bæjarhrauni í morgun.
Frá Landsbankanum í Bæjarhrauni í morgun. mbl.is/Július

Lögregla höfuðborgarsvæðisins leitar nú að manni sem rændi útibú Landsbankans á Bæjarhrauni í Hafnarfirði fyrir skömmu. Boð barst lögreglunni frá öryggisfyrirtæki um klukkan 9.30 og eru um 14 lögreglumenn að leita mannsins í nágrenni við bankann.

Að sögn lögreglunnar huldi maðurinn andlit sitt með klút en talið er að hann sé um 25 ára gamall.

Maðurinn ógnaði starfsmönnum með hnífi og komst undan með einhverja fjármuni.  Hann var í hettupeysu og huldi andlit sitt með klúti.  Hann komst undan á hlaupum.

„Það er allt tiltækt lið að leita að ræningjanum, það er bara lágmarksgæsla í öðrum borgarhlutum núna," sagði varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins fyrir skömmu. 

Hugsanlegir vitorðsmenn eða farartæki notuð við flóttann hafa ekki verið nefnd í tengslum við leitina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka