Leitað að bankaræningja

Frá Landsbankanum í Bæjarhrauni í morgun.
Frá Landsbankanum í Bæjarhrauni í morgun. mbl.is/Július

Lög­regla höfuðborg­ar­svæðis­ins leit­ar nú að manni sem rændi úti­bú Lands­bank­ans á Bæj­ar­hrauni í Hafnar­f­irði fyr­ir skömmu. Boð barst lög­regl­unni frá ör­ygg­is­fyr­ir­tæki um klukk­an 9.30 og eru um 14 lög­reglu­menn að leita manns­ins í ná­grenni við bank­ann.

Að sögn lög­regl­unn­ar huldi maður­inn and­lit sitt með klút en talið er að hann sé um 25 ára gam­all.

Maður­inn ógnaði starfs­mönn­um með hnífi og komst und­an með ein­hverja fjár­muni.  Hann var í hettupeysu og huldi and­lit sitt með klúti.  Hann komst und­an á hlaup­um.

„Það er allt til­tækt lið að leita að ræn­ingj­an­um, það er bara lág­marks­gæsla í öðrum borg­ar­hlut­um núna," sagði varðstjóri lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins fyr­ir skömmu. 

Hugs­an­leg­ir vitorðsmenn eða far­ar­tæki notuð við flótt­ann hafa ekki verið nefnd í tengsl­um við leit­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert