Bankaræningi handtekinn

Frá bankaráninu í Hafnarfirði.
Frá bankaráninu í Hafnarfirði. mbl.is/Július

Karl­maður á þrítugs­aldri hef­ur játað að hafa framið rán í úti­búi Lands­bank­ans á Bæj­ar­hrauni í Hafnar­f­irði síðastliðinn miðviku­dag en maður­inn var hand­tek­inn í gær­kvöld. Hann var einn að verki sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu.

Strax eft­ir ránið var lýst eft­ir ræn­ingj­an­um og síðar sama dag birtu fjöl­miðlar mynd­ir sem náðust af hon­um í bank­an­um. Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu þakk­ar þeirra þátt í að upp­lýsa málið en í til­kynn­ingu frá lög­reglu seg­ir að mynd­birt­ing og um­fjöll­un fjöl­miðla hafi aðstoðað við að hafa hend­ur í hári ræn­ingj­ans,

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert