„Þurfti bara að pissa"

mbl.is/Július

Til­kynnt var um inn­brot í Baðhúsið Braut­ar­holti rétt fyr­ir klukk­an fimm til lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Lög­regl­an hand­tók inn­brotsþjóf­inn á staðnum sem sagðist bara hafa þurft að pissa, en hann er gam­all góðkunn­ingi lög­regl­unn­ar. Var hon­um sleppt eft­ir að rætt hafði verið við hann.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni var ró­legt á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt. Þrír voru kærðir fyr­ir ölv­un við akst­ur en fáir voru í miðbæn­um enda veður ekki spenn­andi til úti­veru. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert