Bloggarinn fundinn

Reuters

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur náð tali af ung­lings­pilt­in­um sem skrifaði blogg­færslu þess efn­is að hann ætlaði að ráða skóla­fé­laga af dög­um og sprengja síðan Alþing­is­húsið í loft upp.  

Að sögn Friðriks Smára Björg­vins­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns, sér pilt­ur­inn mikið eft­ir þessu og seg­ir hann að um grín hafi verið að ræða hjá sér. Málið verður af­greitt í sam­starfi við barna­vernd­ar­yf­ir­völd. 

Fyrr í dag ræddi lög­regl­an á Ak­ur­eyri við mann­eskj­una sem skrifaði í blogg­færslu sinni að hún hefði sætt kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu fóst­ur­föður síns. Verið er að skoða það mál í sam­starfi við barna­vernd­ar­yf­ir­völd.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert