Lok lok og læs í Pósthússtræti

Það vakti athygli í dag að Pósthússtræti í miðborg Reykjavíkur var lokað fyrir bílaumferð í vegna góðviðris, en götunni var lokað við Kirkjustræti. „Það á að gera þetta í hvert skipti sem er spáð góðu veðri,“ segir Pálmi F. Randversson, sérfræðingur í samgöngumálum hjá umhverfissviði borgarinnar.

Lokun Pósthússtrætis er í samræmi við Græn skref í Reykjavík en þar stendur: „Pósthússtræti meðfram Austurvelli verður gert að göngugötu í miðbæ Reykjavíkur á góðviðrisdögum.“

„Við ætlum að ná bílunum úr götumyndinni á þessu frábæra útvistarsvæði,“ segir Pálmi og bætir við að þetta sé fyrsta græna skrefið af vonandi mörgum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka