Geir: Ég vil ekki ganga í ESB

Húsfyllir var á opnum fundi með Geir H. Haarde í …
Húsfyllir var á opnum fundi með Geir H. Haarde í Valhöll. mbl.is/GSH

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði á opn­um fundi í Val­höll í dag, að hann væri ekki í vafa um að þegar vegn­ir væru kost­ir og gall­ar við aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu væru kost­irn­ir létt­væg­ari.  „Þess vegna vil ég ekki ganga í Evr­ópu­sam­bandið," sagði Geir.

Hann sagði á fund­in­um að stjórn­ar­sam­starf Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar hefði í stór­um drátt­um gegnið mjög vel. Skoðanamun­ur væri þó ein­hver milli flokk­anna eins og eðli­legt væri. Þá væri flokk­arn­ir ósam­mála um eitt stórt mál: Evr­ópu­mál­in, en Sam­fylk­ing­in hefði á stefnu­skrá sinni að ganga í Evr­ópu­sam­bandið en ekki Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn.

Geir sagði, að ef Ísland væri í Evr­ópu­sam­band­inu hefðu stjórn­völd ekki haft jafn svig­rúm til að laga sig að breyt­ing­um í alþjóðlegu um­hverfi eins og gert hefði verið á síðustu mánuðum. Íslandi væru þá all­ar bjarg­ir bannaðar við nú­ver­andi aðstæður. Þá hefði gengi gjald­miðils­ins verið fast og vext­irn­ir ákveðnir í Seðlabanka Evr­ópu. Eini vett­vang­ur­inn, þar sem svig­rúm gæf­ist, væri á vinnu­markaði, þar sem hægt væri að segja fólki upp og auka þannig at­vinnu­leysi. „Vilj­um við það? Ég vil það ekki," sagði Geir.

Hann sagði, að ýms­ir kost­ir fylgdu aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en einnig ókost­ir og þetta yrði að vega og meta og byggja síðan niður­stöðuna á því hvað væri best fyr­ir Ísland. „Við leggj­um á vog­ar­skál­ar öll atriði sem skipta máli. Í mín­um huga er ekk­ert vafa­mál að kost­irn­ir eru létt­ari á þess­ari vog­ar­skál en gall­arn­ir. Þess vegna vil ég ekki ganga  í Evópu­sam­bandið," sagði Geir.

Hann sagði það rang­hug­mynd­ir, að Íslend­ing­ar yrðu ein­hver áhrifaþjóð inn­an ESB. Þeir hefðu á grund­velli EES samn­ings­ins ákveðna stöðu gagn­vart ESB, „en ég held að ef við vær­um komn­ir inn í sam­bandið og sæt­um við þetta stóra borð yrði lítið hlustað á okk­ar rödd," sagði Geir. 

Hann sagði að nú stæðu yfir breyt­ing­ar hjá Evr­ópu­sam­band­inu þegar svo­nefnd­ur Lissa­bon­sátt­máli væri að taka gildi. Hann hefði í för með sér að fram­kvæmda­stjórn­ar­mönn­um yrði fækkað og Ísland fengi þá einn slík­an á 5-15 ára fresti ef að lík­um læt­ur. Sagði Geir, að hyggi­legt væri að sjá hvernig þess­ar breyt­ing­ar verða áður en frek­ari ákv­arðanir yrðu tekn­ar. „Mér finnst þetta mál ekki aðkallandi."

Geir sagði, að sér þætti ýms­ir reyna að slá ryki í aug­un á fólki með því að segja að það væri eitt­hvað bjargráð að ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Rík­is­stjórn­in væri að vinna í þess­um bjargráðum og það væri bjart framund­an þrátt fyr­ir tíma­bundna erfiðleika nú. „Við þurf­um ekki að vera með minni­mátt­ar­kennd yfir að vera ekki í Evr­ópu­sam­band­inu," sagði Geir H. Haar­de.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert