BSRB og Starfsgreinasambandið á fundum

Fulltrúar BSRB sitja nú á fundi með samninganefndar ríkisins. Að sögn Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, ganga viðræður vel en hann telur þó nokkra daga í að hægt verði að ganga frá samningum þar sem um umfangsmikið verk sé að ræða.

Ögmundur segir þó  ekkert liggja fyrir um upphæðir eða samningstíma  en að fulltrúar BRSB leggja áherslu á að ná fram samkomulagi á svipuðum forsendum og náðst hafi á almennum vinnumarkaði að undanförnu.

Fundinum verður fram haldið í dag og síðan haldinn annar fundir á morgun.

Starfsgreinasambandið mun einnig hitta fulltrúa ríkisins á fundi eftir hádegi í dag en viðræður þeirra aðila eru sagðar á vi'kvæmu stigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert