Dómur sögunnar á einn veg

00:00
00:00

Björn Bjarna­son dóms­málaráðherra tel­ur að skoða eigi síma­hler­an­ir á ára­bil­inu 1949 – 1968 í sögu­legu sam­hengi. Hann kveður þær einn þátt úr sögu kalda stríðsins, sem nauðsyn­legt sé að skoða. Hann seg­ir að um­fjöll­un Kjart­ans Ólafs­son­ar, fyrr­ver­andi rit­stjóra og alþing­is­manns sem birt­ist í miðopnu í Morg­un­blaðinu í dag, staðfesti enn að farið hafi verið að lög­um við alla meðferð þess­ara mála.

Kjart­an er harðorður í grein­inni og fer þess meðal ann­ars á leit að nú­ver­andi dóms­málaráðherra biðji alla þá sem brotið var á með þess­um hætti af­sök­un­ar fyr­ir hönd ís­lensku þjóðar­inn­ar, enda sé síma­hler­un­in á um­ræddu tíma­bili svart­ur blett­ur á sögu ís­lenska lýðveld­is­ins og víti til varnaðar.

Í skrif­legu svari til Sjón­varps mbl seg­ir Björn að hann hafi ávallt verið ein­dreg­inn talsmaður þess að all­ar upp­lýs­ing­ar í tengsl­um við málið komi fram í dags­ljósið og fagn­ar hann grein Kjart­ans. Björn tel­ur hins veg­ar ekki þörf á af­sök­un­ar­beiðni. Orðrétt seg­ir hann:

,,…Sög­unni verður ekki breytt, hvorki þætti þeirra, sem stóðu með málstað Kjart­ans né hinna, sem voru hon­um ósam­mála. Dóm­ur sög­unn­ar er á einn veg. Íslenska ríkið þarf ekki að biðja neinn af­sök­un­ar vegna þess dóms, en telji ein­stak­ling­ar, að ríkið hafi á sér brotið, er eðli­legt, að um það sé fjallað á grund­velli laga og rétt­ar."

Páll Bergþórs­son veður­fræðing­ur er á lista sem Kjart­an birt­ir yfir þá sem hlerað var hjá. Páll tek­ur und­ir með Kjart­ani og seg­ir al­gert lág­mark að ráðherra biðjist af­sök­un­ar.



Tölvu­póst­ur var send­ur Birni Bjarna­syni dóms­málaráðherra í morg­un, en hann svarði um hæl. Sam­skipt­in voru svohljóðandi:

Sjón­varp mbl ósk­ar með þessu bréfi eft­ir viðbrögðum frá dóms­málaráðherra við grein Kjart­ans Ólafs­son­ar, fyrr­ver­andi rit­stjóra og alþing­is­manns, í miðopnu Morg­un­blaðsins, þriðju­dag­inn 27. maí 2008, þar sem fjallað er um síma­hler­an­ir stjórn­valda á ár­un­um 1949 - 1968.

Spurn­ing­arn­ar eru í þrem­ur liðum:

  1. Al­menn spurn­ing til dóms­málaráðherra: Hvað finnst þér um grein Kjart­ans, þ.e. að þess­ar upp­lýs­ing­ar komi fram nú og með þessu hætti.
  2. Svar: Ég hef verið ein­dreg­inn talsmaður þess, að all­ar upp­lýs­ing­ar af þessu tagi lægju fyr­ir til rann­sókna og fagna því, að Kjart­an hef­ur lagt á sig að draga þær sam­an á þenn­an hátt.

  3. Kjart­an rit­ar: ,,Með hinum víðtæku póli­tísku síma­hler­un­um var ráðist að heiðvirðu og vamm­lausu fólki með aðferðum sem al­mennt þykir aðeins við hæfi að beita gegn stór­hættu­leg­um glæpa­mönn­um… Þess­ar póli­tísku síma­hler­an­ir á ár­un­um 1949-1968 eru svart­ur blett­ur í sögu ís­lenska lýðveld­is­ins. Þær eru víti til varnaðar fyr­ir alla þá sem fara með æðstu völd, nú og á kom­andi árum."
  4. Spurn­ing til dóms­málaráðherra: Get­ur þú tekið und­ir þessa skoðun Kjart­ans.

    Svar: Þetta er einn þátt­ur úr sögu kalda stríðsins, sem nauðsyn­legt er að skoða, til að unnt sé að skrá hana og sjá í heild. Hér er enn staðfest að farið var að lög­um við alla meðferð þess­ara mála. Á hinn bóg­inn ligg­ur ekki fyr­ir, hvort lög­regla nýtti sér þær heim­ild­ir, sem dóm­ar­ar veittu, en þær tengd­ust all­ar ákveðnum til­vik­um, eins og áður hef­ur verið ná­kvæm­lega rakið.

    Ég veit ekki annað en sag­an sýni, að all­ir þeir stjórn­málmenn, sem Kjart­an nefn­ir til sög­unn­ar hafi átt sam­starf, og sum­ir náið um lausn mik­il­vægra mála, eft­ir að þau at­vik gerðust, sem kölluðu á heim­ild­ir fyr­ir lög­regl­una. Þessi at­vik leiddu ekki til neinna eft­ir­mála á þeim tíma og eiga ekki að gera nú mörg­um ára­tug­um síðar, held­ur ber að skoða þau í ljósi sög­unn­ar í heild.

  5. Kjart­an skor­ar á dóms­málaráðherra, fyr­ir hönd ís­lenska rík­is­ins, að biðjast af­sök­un­ar á at­hæf­inu.

    Spurn­ing til dóms­málaráðherra: Hyggst hann verða við þeirri áskor­un?

    Svar: Hér bregður Kjart­an Ólafs­son sér úr hlut­verki fræðimanns­ins í stjórn­mála­ham­inn. Hann var sem komm­ún­isti og sósí­alisti virk­ur þátt­tak­andi í átök­um kalda stríðsins og hélt fram málstað sín­um af þunga. Sög­unni verður ekki breytt, hvorki þætti þeirra, sem stóðu með málstað Kjart­ans né hinna, sem voru hon­um ósam­mála. Dóm­ur sög­unn­ar er á einn veg. Íslenska ríkið þarf ekki að biðja neinn af­sök­un­ar vegna þess dóms, en telji ein­stak­ling­ar, að ríkið hafi á sér brotið, er eðli­legt, að um það sé fjallað á grund­velli laga og rétt­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert