Jarðskjálfti við Ingólfsfjall

Kort á Veðurstofunni sem sýnir upptök skjálftans.
Kort á Veðurstofunni sem sýnir upptök skjálftans.

Jarðskjálfti, sem mældist 3,2 stig á Richter varð klukkan 14:41 við suðvesturenda Ingólfsfjalls, um 5 km norðvestur af Selfossi. Skjálftinn fannst vel á Selfossi að sögn heimamanna.

Vignir Árnason hjá IB bílasölunni á Selfossi segir að skjálftinn hafi fundist vel þar, en fyrirtækið er fyrir utan Ölfusá. Vignir sagði að heyrst hefðu drunur og jörðin titrað en ekki hefði komið högg. Ekki féllu lausir munir úr hillum.

Halldór Geirsson, hjá Veðurstofu Íslands, sagði að á annan tug eftirskjálfta hefðu fundist. Svo virtist sem skjálftahrinan væri í rénun en sérfræðingar á vakt myndu fylgjast náið með þróun mála. 

Veðurstofan segir að skjálftinn hafi orðið á um 5 km dýpi. Jarðskjálftar eru ekki óalgengir á þessum slóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert