Sjúkrabílar sendir austur fyrir fjall

Allt hrundi úr hillum í Kaffi Krús á Selfossi.
Allt hrundi úr hillum í Kaffi Krús á Selfossi. mbl.is/Golli

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sent þrjá sjúkrabíla í Hveragerði og er í athugun að senda fleiri bíla þangað til þess að vera í viðbragðsstöðu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er ekki vitað um nein slys á fólki en varað hefur verið við eftirskjálftum.

Jón Viðar sagði, að verið sé að flytja búnað austur fyrir fjall, þar á meðal tjöld. Sagði hann að verið væri að reyna að fá mynd af ástandinu. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er verið að vinna í því að senda mannskap austur en ekki er komið í ljós hve margir lögregluþjónar muni fara.  

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hefur  björgunarsveitafólk, allt frá Klaustri til höfuðborgarsvæðisins, verið kallað út vegna jarðskjálftans. Þar á meðal eru sérþjálfaðir rústabjörgunarhópar. Einnig er verið að senda stjórnunarteymi frá Landsbjörgu á staðinn sem og greiningasveit, tjöld og búnað frá Suðurnesjum.  

Lögregla að störfum á Ölfusárbrú á Selfossi
Lögregla að störfum á Ölfusárbrú á Selfossi mbl.is/Guðmundur Karl
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka